Allt sem þú lest er lýgi

"Ég er feitur maður" 

Jack Black 1999.

Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér Jack Black ekkert feitur. Hann lítur út einsog bara venjulegur 100 kílóa maður. Hann getur sparkað hátt og getur keypt fötin sín í Dressman. Ég hinsvegar er þónokkuð þyngri en það (sem ég held að Jack sé þungur). Þegar ég mældi mig síðast var ég 175kg. Ég er ekki öryrki, ég er ekki veikur útaf þyngdinni minni og eini kvillinn sem ég þjáist af er vöðvabólga og leiðinda sinadrættir (betri en engir drættir (elsti brandari í heimi örugglega)). Þetta er bæði eitthvað sem skrifast á ofþyngd og hreyfingaleysi en hvað geri ég? Ég ligg samt heima eftir vinnu og borða illa þegar ég á að vera að fara út að labba og borða einsog Solla í grænum osti. Þessi helvítis leti sem þjakar mann eftir vinnu er að drepa mann. Ég er duglegur í vinnu og vel liðinn einsog svo margir bræður mínir og systur sem þjást af offitu. Ég meina, þekkir þú einhvern feitan sem leggur sig fram í því sem hann gerir? Öööö, jú, og svo þekkir þú líka feitu haugana sem nenna ekki að standa upp til að svara í símann. En það eru líka til grannir haugar og grannt fólk sem að er rosalega duglegt. 
Ég dáist að duglegu fólki og vildi að ég væri einn af þeim, ég virkilega vill það. En það er eitthvað í mér sem bara gerir það ekki. Það má alltaf reyna meira og reyna fastar en svo kemur einhver punktur þar sem ég bara brotna og nenni ekki meir. Það er minnsta mál að hjálpa hinum og þessum að gera þetta og hitt en svo er annað mál að drulla sér út að labba eða í ræktina þar sem allir stara á mann einsog maður sé hvítur maður að týna bómul (já, mér finnst þetta líka racist samlíking en mér er alveg sama, mér finnst ég jafn óvelkominn í ræktina með fallega fólkinu fyrir það).

Þá kem ég að stóru spurningunni; Er einfalt að léttast?
Kenningin segir já. Þú þarft bara éta rétt og hreyfa þig.
Líkaminn minn segir já því lets face it, líkaminn vill ekki deyja strax, hann er gerðut til að endast í 100 ár. Ætti ég þá ekki að geta hreyft mig?! Jú!
En hvað gerist? Ef ég vissi það væri ég ekki svona ógeðslega, já, ógeðslega feitur. Ég á ofboðslega góða vini og fjölskyldu sem hafa bent á það að ég sé of feitur (newsflash) og finnst mér gott að vita af því að þeim þykir vænt um mig en ég fæ mér samt ekki salat á Subwayinn minn. Ég vill ekkert deyja fyrir aldur fram frá þessu fólki sem þykir vænt um mig og ég elska en það er örugglega einhver sjálfseyðingarhvöt í hausnum á mér. 

Ég ss. er ofboðslega þungur og þegar maður lítur svona út og getur ekki labbað uppá 3ju hæð án þess að fá í lungum þá líður manni ekki vel. Þó að við feita fólkið séum voða djollí og happý þá erum við það ekki. Eða, ég hef ekki hitt það ennþá. Það er enginn sáttur við að vera feitur. Fólk getur alveg "sætt" sig við það en það gerir það samt ekki, það er bara að ljúga að sér. 

Einsog er þá er ég í minnihlutahópi en hversu lengi verður það? Hvenær verðum við feita fólkið fleiri en það granna? Mig langar ekki að sjá þannig heim, það var nóg að sjá það í WallE. Ég vill ekki að mínir krakkar lendi í því sama og ég.

Í þessu bloggi ætla ég að tala um offitu. Aðalega offituna mína og mig langar að tala við annað feitt fólk, heyra hlutina frá öðrum og bara sjá hvernig fólk sér sjálft sig. Ég er að vona að þegar ég er búinn að skrifa þetta og skrifa meira og heyra í öðrum að ég sjái að mér og að ég fari að lifa lífinu. Ég er bara milli tvítugs og þrítugs og það er glatað að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort ég sé að detta í sykursýki bráðlega. Þetta er ekkert líf og það er ekki hægt að vera sáttur í svona líkama.

 

En þangað til kannski næst
Feitikallinn


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klisja Bullari

Skemmtilegur pistill :)

EN það er ekki bara fallega fólkið sem fer í ræktina, þó það megi vera að það sé það sem fólk kýs að sjá. 

Klisja Bullari, 6.5.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur
Jóhann Pétur
Ef ég endist með þetta blogg mun ég skrifa hugrenningar mínar niður sem feitur maður. Mínar upplifanir og jafnvel tilfinningar, allt í augum stóra mannsins.

Eldri færslur

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband