I want to break free, want to break free from this lifestyle

"Að vera feitur og glaður er jafn líklegt og ég myndi breytast í jarðaber"

Tom Selleck 1997

Ætla að týna saman nokkra kosti og galla við að vera feitur meðan ég drekk föstudagsbjórinn (sem ég ætti ekkert að vera að gera því bjór er mega feitur).

Gallar:

Þú kemst illa í venjuleg föt. 


Það er glatað að reyna að finna sér föt í venjulegum búðum. Dressman, Herragarðurinn og meira að segja Vinnufatabúðin eru ekki með neitt á mig (og vonandi fleiri hér á landi, held í vonina um að ég sé ekki feitastur hérna). Það er mega vandró að skoða "Stórar Stærðir" og "Góðar stærðir" í Hagkaup og sjá svo alla aðra feitu kallana í alveg eins fötum.

- Hræðsla.

Við hvað geta svona stórir menn orðið hræddir? Jú, það er ýmislegt. Sér fólk bumbuna ef ég teygi mig hérna uppí efstu hillu til að ná í industrial stærðar snakkpokana? Brýt ég þennan stól ef ég sest í hann? Passar öryggisbeltið á mig (bæði í flugvélum og bílum)? Sést í rassinn ef ég beygji mig (við erum asnalegir í laginu og það er erfitt að halda þeim uppi! Jafnvel með belti!)?

- Umtal.

Ég vill ekkert að fólk sé að tala um mig. Ég vill ekkert að fólk sé að tala um hvað ég er að kaupa í búðinni, hvað ég er að éta á American Style eða hvort ég kaupi fötin hjá Seglagerðinni. Mér er meinilla við það að fólk sé að tala um hvað það vorkennir mér fyrir að vera svona feitur og að þetta sé bara sjúkdómur. Þetta er ekkert sjúkdómur, þetta er bara leti!

- Framtíðin.

Verð ég svona alltaf? Ætla ég ekkert að hætta að vera feitur? Dey ég snemma? Eignast ég börn eða er sæðið mitt of feitt til að synda? Ef mér tekst að setjann inn og einn vinurinn ratar rétta leið, hvernig foreldri verð ég? Gef ég krökkunum sama mat og ég er að éta til að það verði eins ógeðslegt og ég (big surprise, ég er með óbeit á sjálfum mér og hvernig ég lít út)? Ég vill ekkert eignast krakka bara til að gera hann feitann líka.

Og svo mætti lengi telja. Ég nenni bara ekki að telja upp allt því gallarnir eru endalausir.

 

En svo að því skemmtilega! 
Kostir:

Maturinn.

Kfc, Pizza Hut, Hamborgarar, kók, bjór eða hvað sem er sem er óhollt. Við getum étið þetta allt á einu kvöldi en það skiptir ekki máli, það sér enginn dagamun á okkur! Ég er allavega alltaf jafn vansæll þó að ég éti Dominos eða spergilkál en ég veit allavega að Dominos er mega gott!

Ég flýt.

Ég er ógeðslega góður í því að láta mig fljóta. Ég sekk bara ekki, ekki séns. Ég tók það samt bara með sem kost þar sem ég finn engan annan..

 

 

Gallarnir við að vera feitur eru fleiri en kostirnir. Þeir eru miklu, miklu fleiri en ég taldi upp. 
Spurning hvort maður fari að skoða sinn gang eftir þetta.. 

 

.. Ég sé til eftir þennan bjór. Skál og góða helgi!

Kv. Feiti



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur
Jóhann Pétur
Ef ég endist með þetta blogg mun ég skrifa hugrenningar mínar niður sem feitur maður. Mínar upplifanir og jafnvel tilfinningar, allt í augum stóra mannsins.

Eldri færslur

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband