Stærðin skiptir víst máli!
-Rihanna '09
Það er erfitt að borða aldrei nammi. Eða mér finnst það allavega. Maður reynir að réttlæta nammiátið með því að maður labbaði í sjoppuna eða búðina. Réttlæta rjómasósuna því að þú steiktir kjúllann ekki uppúr smjöri. Það virkar samt bara ekki þannig. Það má ekkert drekka íssósuna (ég hef gert það) bara útaf því að ísinn er búinn og þú hefur ekkert að gera við restina af sósunni.
Það er ekkert hægt að réttlæta það að éta óhollt. Þetta er bara eitthvað sem við gerum. En af hverju er feitt fólk að éta svona mikið óhollt? Ég hef ekki hugmynd um það en væri alveg til í að vita af hverju. Erum við svona gráðug? Erum við með öðruvísi bragðlauka sem lætur okkur hata grænmeti?
Úff, ég veit það ekki. Virkar of mikið vesen að fara að breyta um lífsstíl núna. Er búinn að vera í þessu hugarfari í mörg ár.
Ég veit alveg af þeim hættum sem stafa af því að vera of feitur. Hjartaáföll og sykursýki og allt það en það sem mér finnst verst og ég hef lesið um á netinu, að karlmenn sem glíma við mikla offitu týna á sér typpinu. Það væri skelfilegt ef það gerðist! Þyrfti maður þá að setjast til að míga? Eða bara fara í sturtu?! Nei, við það að lesa þetta þá ákvað ég að taka mig á og hér eftir verður þetta breytingablogg. Ég er hættur að drekka íssósur, taka lyftur uppá aðra hæð, éta kfc og ætla að fara að hreyfa mig.
Grannt fólk sem ég þekki er ekkert að éta neitt brjálað hollt. Það er bara að borða venjulega, stundum óhollt og stundum hollt og það hreyfir sig reglulega. Það er það sem ég ætla að gera. Ég ætla ekki á einhverja kolvetnakúra, danska, sænska eða einhverja álíka asnalega kúra. Ég ætla að standa upp úr þessum fjandans sófa og hætta að vera fastagestur í símanum hjá Dominos.
Ég ætla ekki að týna typpinu á mér!
Over and out!
Athugasemdir
Tíhí - það er verra að týna typpinu.
Líst vel á þína nálgun, kúrar hafa aldrei hjálpað neinum til langframa.
Klisja Bullari, 17.5.2012 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.