Fat boy on a diet don't try it

Að vera hræddur er kjánalegt.
Tommy L. Jones 2004

Þegar maður er feitur er maður hræddur við margt. Ég veit alveg að ég var eitthvað búinn að tala um hræðsluna (í blogginu um hverjir eru kostir og gallar við að vera feitur) en mig dauðlangar að skrifa um eitthvað en vissi bara ekki hvað það ætti að vera.
Það sem ég er hræddur við og hvers vegna:

- Að fara á hestbak. Ég kem utan af landi þar sem sjálfsagt er að allir fari á hestbak. Ég vill ekkert vera að meiða hestana. Ég er mjög þungur og ætla ekki að fara að vera þess valdandi að hrossin meiði sig bara útaf því að ég hef gaman að því að fara á hestbak, ég get alveg notað bílinn.

- Að fara að máta/versla föt. Díses hvað það er erfitt að drulla sér í það. Höfnunartilfinningin sem kemur þegar maður finnur EKKERT sem maður getur notað er kjánalega vond.

- Að vera litinn hornauga. Td. á veitingastöðum. Stundum finnst manni einsog fólk sé að dæma mann ef maður er að éta hamborgara og franskar þegar maður er svona feitur einsog ég er. Ég veit alveg að ég á að fá mér fisk og kjúkling en hamborgarar eru mitt uppáhald. Það eru örugglega ekkert allir að horfa á mig en mér finnst það samt.

- Að kaupa nammi. Yet again, ég veit alveg að ég á ekkert að vera að éta nammi. En mig langar til þess, það er eitthvað í mér sem segir mér að gera það. Ég ímynda mér alltaf að afgreiðslufólkið sé að gera grín af mér því ég er feitur að kaupa nammi og kók. Mega vond tilfinning.

- Að brjóta stóla. Ég er skíthræddur við þetta. Það er fátt vandræðalegra en að vera feitur gaur og brjóta stól, en aftur á móti fátt fyndnara en að sjá feitan gaur detta. Stundum stend ég bara frekar en að taka sénsinn, svona einsog með ódýra garðstóla.

- Að sjást hlaupa. Stundum lendum við feita fólkið í því að vera og sein og þurfum þá að "spretta úr spori". Það er fyndið að sjá okkur hlaupa en alveg einstaklega vandræðalegt. Ég hleyp helst aldrei (enda sést það á mér).

- Að sjást éta í veislum. Sumir kannski eru ekkert hræddir við þetta en ég er það. Ég hef ekkert gott af þessum kökum sem ég er að hrúga á diskinn minn en ég geri það samt, ég er að gefa gjöf hérna þannig að ég ætlast til að fá eitthvað í staðinn!

- Að setjast uppí bíl sem ég hef ekki sest uppí áður. Úff, það er svo vandræðalegt þegar beltin passa ekki utanum. Það er það versta. Ógeðslega vandræðalegt fyrir alla.

- Að fara á tónleika. Mér finnst ég alltaf vera fyrir hinum útaf því að ég er tek alveg pláss á við 2,5.

- Að ferðast með flugvél eða rútu. Það er mjög erfitt. Þegar ég er farinn að pæla í því hvort ég sé orðinn það feitur að ég þurfi framlenginu á beltið eða kaupa 2 sæti þá er kominn tími til að skoða sín mál.. hefði maður haldið. En ég leyfi þessu bara að gerast. Ég pæli í þessu í hvert skipti sem ég flýg eða tek rútu en það hefur sem betur fer sloppið hingað til.

- Að fá hjartaáfall eða sykursýki. Er í miklum áhættuflokki á að fá sykursýki bara útaf þyngdinni. Ég ét svo feitan mat að ég yrði ekkert hissa á að ég fengi kransæðastíflu.

Eiginlega mætti segja að ég væri bara hræddur við lífið og að tapa því. Hræddur við það sem ég er orðinn og hræddur við það sem ég gæti orðið ef ég fer ekki að athuga mín mál. Ég er hræddur við að leita mér hjálpar og ætla þessvegna að gera þetta bara sjálfur. Mér hefur verið illa við að þyggja aðstoð frá öðrum sem hafa verið fúsir til að hjálpa útaf því að ég vill ekki valda neinum vonbrigðum. Mér er alveg sama þó að ég bregðist sjálfum mér, gæti ekkert liðið neitt verr hvort eð er.

Better check yourself before you wreck yourself!

Laters


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

rosalega flott blogg, kannast við þetta allt,,,, er sorglegt

einhver (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur
Jóhann Pétur
Ef ég endist með þetta blogg mun ég skrifa hugrenningar mínar niður sem feitur maður. Mínar upplifanir og jafnvel tilfinningar, allt í augum stóra mannsins.

Eldri færslur

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband